Mannlíf í Dölum
Í héraðinu eru starfrækt ýmis félög, bæði atvinnutengd og ekki síður til að auðga upp á félagslífið. Hér er gerð grein fyrir þeim helstu og er öllum íbúum velkomið að koma uppbyggjandi félagasamtökum hér á framfæri.
Kirkjustarf
Kirkjur og sóknir í Dalabyggð eru 11 samtals og falla undir 3 prestaköll og tvö prófastsdæmi.
Narfeyrar- og Breiðabólsstaðarsóknir á Skógarströnd falla undir Stykkishólmsprestakall.
Undir Dalaprestakall falla Snóksdalur, Kvennabrekka, Stóra-Vatnshorn, Hjarðarholt, Hvammur, Staðarfell og Dagverðarnes.
Skarðs- og Staðarhólssóknir falla undir Reykhólaprestakall.