Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

Guðrúnarlaug 


Laugum í Sælingsdal

 

Í Laxdælu er greint frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sælingsdal. Þar átti hún meðal annars samræður við Gest frænda sinn um draumfarir sínar. Baðlaugar er einnig getið í Sturlungu og virðist hún hafa verið mikið notuð.

 

Á 19. öld rann skriða yfir laugina sem færði hana í kaf. Ekki var reynt að grafa þá laug upp heldur var búin til ný laug.

Þegar ný vatnleiðsla var lögð á Laugum 1956 var komið niður á rennu úr hlöðnu grjóti upp í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Sú renna var þá rannsökuð og síðan aftur 1998 til að reyna að finna út hvar laugin hafi verið. Enn er nákvæm staðsetning ekki vituð, til þess þarf frekari rannsóknir og uppgröft.

 

Árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið. Þá var og hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.

 

Laugin er opin allt árið og er frítt í hana.