Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 156

Dags. 14.12.2017

Hljóðupptaka fundarins:

 

156. fundur sveitarstjórnar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 14. desember 2017 og hófst hann kl. 19:00


Fundinn sátu:
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir, Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir, Þorkell Cýrusson, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Valdís Gunnarsdóttir og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Oddviti óskar eftir að á dagskrá verði bætt fundargerð byggðarráðs frá 12. desember sl.

 

Samþykkt í einu hljóði.

 

Dagskrá:

 

1.  Sala eigna - 1609021

Borist hefur tilboð í hlut Dalabyggðar í jörðinni Laugar í Sælingsdal, skólalóð ásamt hitaveituréttindum, öll mannvirki og jörðina Sælingsdalstungu að frátalinni vatnsveitu Dalabyggðar.

 

Til máls tóku: Sigurður Bjarni, Ingveldur, Eyþór, Þorkell, Valdís, Jóhannes.

 
Fram komu tvær tillögur:


Tillaga 1: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð 450 millj. kr. með fyrirvara um að ekki komi fram betra tilboð fyrir 30. desember nk. Eignirnar verði auglýstar í einu lagi í fasteignablöðum um komandi helgi.

 

Tillaga 2:
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram gagntilboð 470 millj. kr. Gagntilboðið gildir fyrir eignarhluta og allar eignir Dalabyggðar og Dalagistingar í jörðunum Laugar og Sælingsdalstungu að frátöldu vatnsverndarsvæði og vatnsréttindum Sælingsdalstungu. Tilboðið verði með fyrirvara um að ekki komi fram hærra tilboð fyrir 30. desember nk. og að eignirnar verði auglýstar í einu lagi í fasteignablöðum um komandi helgi. Einnig verði fyrirvarar um að langtíma leigusamningur náist um húsnæði Byggðasafnsins og um afnot af íþróttahúsi og sundlaug.

 

Fundurinn er sammála um að tillaga 1 verði tekin til afgreiðslu á undan.

 

Afgreiðsla á tillögu 1.

Tillagan felld með 4 atkvæðum (IG, HSS, VG, JHH) gegn þremur.

 

Afgreiðsla á tillögu 2.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. Einn sat hjá (SBG).


 


2.  Fjárhagsáætlun 2018-2021 - 1709003

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021 var til fyrri umræðu 24. október sl. Sveitarstjórn samþykkti álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatta og almennar breytingar þjónustugjalda 22. nóvember sl.

 
Byggðarráð samþykkti nokkrar breytingartillögur 12. desember sl.
Fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021 liggur nú fyrir til síðari umræðu með breytingartillögum byggðarráðs ásamt greinargerð sveitarstjóra.

 

Til máls tók: Sveinn
Tekju- og launaáætlanir eru unnar á skrifstofu Dalabyggðar en byggðarráð og forstöðumenn deilda gera útgjaldaáætlanir með aðstoð skrifstofu og að höfðu samráði við nefndir eftir því sem við á. Til grundvallar tekjuáætlana liggja m.a. áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga, fasteignamat Þjóðskrár og Þjóðhagsspá. Einnig er horft til lokastöðu ársins 2016, áætlunar ársins 2017 og rekstrarstöðu eftir 9 mánuði.
Helstu forsendur svo sem álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts og almennar breytingar á gjaldskrám voru ákveðnar á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember sl.


Í áætluninni sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir að viðmiðunarupphæðir vegna afsláttar aldraðra af fasteignaskatti og holræsagjaldi hækki í samræmi við tillögu Öldungaráðs. Þá er gert ráð fyrir að hefja reglubundna söfnun dýrahræja frá bújörðum og tekur gjaldskrá sorphirðu nokkrum breytingum til að mæta kostnaði vegna þessa.

 
Gert er ráð fyrir að eignarhlutur Dalabyggðar í jörðunum Laugum og Sælingsdalstungu seljist sem og allar eignir Dalabyggðar á jörðunum að frátöldum kaldavatnsréttindum í Sælingsdalstungu. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal á árinu 2018 og að ljósleiðaraverkefni ljúki á árinu 2019. Þá er gert ráð fyrir að uppbygging Vínlandssýningar hefjist á árinu 2018 og ljúki árið 2019. Enn er þó óljóst með lokafjármögnun þess verkefnis. Gert er ráð fyrir framkvæmdum við skolpútrásir og hreinsistöð á áætlunartímabilinu.

 

Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð öll árin og A- og B-hluta jákvæð nema árið 2020.

 
Gert er ráð fyrir lántöku allt að 250 mill. kr. á árinu 2018 vegna íþróttamiðstöðvar, ljósleiðaraverkefnis og fráveitu og allt að 100 millj. kr. á árinu 2019. Gert er ráð fyrir að reiknað skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum hækki úr 50% í allt að 90% á áætlunartímabilinu sem er þó vel innan marka laganna sem er 150%.

 

Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki fram lagða fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


3.  Snorraverkefnið 2018 - 1711023

Með bréfi dags. 20. nóvember óskar Snorraverkefnið eftir því að Dalabyggð styðji framkvæmd Snorraverkefnisins 2018.

 

Lagt til að erindinu verði hafnað.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


4.  Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006 - 2018 - 1712007

Reykhólahreppur óskar er eftir umsögn á vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýjum efnistökusvæðum.

 

Lagt til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við tillöguna.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


5.  Í skugga valdsins - 1712001

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Stjórnin hvetur þau sveitarfélög sem ekki hafa sett sér slíka stefnu til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni.

 

Lagt til að erindinu verði vísað til félagsmálanefndar.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


6.  Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi - 1712011

Í framhaldi af fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga þann 4. desember sl. skorar Lögreglustjórinn á Vesturlandi á sveitarfélögin að hefja þegar vinnu við gerð lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélög á Vesturlandi.

 

Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið lögreglustjórans og leggur til að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi boði forsvarsmenn sveitarfélaganna til fundar um málið.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


7.  Sameining almannavarnanefnda á Vesturlandi - 1712010

Flest sveitarfélög á Vesturlandi hafa tekið jákvætt í hugmyndir um að sameina almannavarnanefndir á starfssvæði lögreglunnar á Vesturlandi. Nefndirnar eru nú þrjár og gegnir lögreglustjóri formennsku í þeim öllum.


Með tölvupósti dags. 7. desember 2017 vonast Lögreglustjórinn á Vesturlandi eftir að ein almannavarnanefnd verði í umdæmi lögreglu eftir næstu sveitarstjórnarskosningar og heitir aðstoð embættisins og sérfræðinga almannavarnadeild ríkislögreglustjóra við sameiningu nefndanna verði eftir því leitað.

 

Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um málið þann 17. janúar 2016 og hvatti til sameiningar nefndanna. Sveitarstjórn hvatti þá til þess að stjórn SSV verði falið að koma málinu í farveg s.s. með því að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna.

 

Til kynningar.

 


8.  Byggðarráð Dalabyggðar - 196 - 1711007F

Á fundinum sem haldinn var 12. desember sl. var m.a fjallað um fjárhagsáætlun, styrkumsóknir, afskriftir krafna og fjallskil.

 

Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

 

Samþykkt í einu hljóði.
 


9.  Menningar- og framfarasjóður Dalasýslu - Aðalfundur 2017 - 1712005

Fundargerð Menningar- og framfarasjóðs Dalasýslu frá 29. nóv. sl. lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi.
 


10.  Samband íslenskra sveitarféalga - Fundargerð 854 - 1702004

Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 


11.  Velferðarráðuneytið - Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks - 1711031

Velferðarráðuneytið vekur athygli á Aðgerð A3 skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og hvetur til þess að henni sé framfylgt.

 
Aðgerðin fjallar um áætlanir um úrbætur á aðgengi og skipan aðgengisfulltrúa.

Lögð fram svör sveitarstjóra við spurningum ráðuneytisins.

 

Til kynningar.
 


12.  Vernd og endurheimt votlendis - 1712006

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélag til umhverfis- og auðlindaráðherra dags. 4. desember sl. lagt fram til kynningar.

 
Í bréfinu er kynnt það álit skipulagsnefndar sambandsins að tilefni sé til þess að gefnar verði út leiðbeiningar um á hvern hátt sveitarfélögin geti lagt aukna áherslu á vernd og endurheimt votlendis.
 


13.  Fundur og ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins - 1712009

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um EES/EFTA sveitarstjórnarvettvanginn sem er samstarfsvettvangur kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi í EES/EFTA ríkjunum sem gætir hagsmuna sveitarfélaga og svæða í EFTA og EES samstarfinu. Vettvangurinn hittist í 16. sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl.
 

 

Fundargerð yfirfarin og .........
 
Oddviti óskar sveitarstjórnarfulltrúum gleðilega jóla.
 
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður 16. janúar 2018.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40

 

 


 Til baka