Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 178

Dags. 12.9.2019

178. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í Tjarnarlundi, 12. september 2019 og hófst hann kl. 17:15


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Pálmi Jóhannsson, Kristján Sturluson og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri

 

Lagt til að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá fundarins.


1809019 - Stofnframlag (12%) frá Dalabyggð. Almennt mál, verði dagskrárliður 20.
1909012 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan Dalabyggðar. Almennt mál, verði dagskrárliður 21.
1909013 - Haustþing SSV 25. september 2019. Mál til kynningar, verði dagskrárliður 33.
1909015 - Boð á fjórða haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu. Mál til kynningar, verði dagskrárliður 34.


Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við ofangreint.

 
Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð - 1809013

Stefna Arnarlóns ehf.gegn Dalabyggð var lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands þann 3. september sl.


Engin tilboð bárust í eignirnar á Laugum innan fyrir 31. ágúst sem var auglýstur frestur. Hins vegar hefur eftir það borist tilboð.

 

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón.
Frestað til loka fundar.

 

Tilboð í Laugar verður rætt undir máli 1909009-Trúnaðarbók sveitarstjórnar.

 

2. Stefnumótun í framhaldi af íbúaþingi. - 1807002

Drög að stefnuskjali sem unnið er út frá niðurstöðum íbúaþings lagt fram.

Skjalið er núna í lokafrágangi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Málið lagt fram til kynningar.

 

3. Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. - 1905022

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.8.2019, dagskrárliður 10:
Stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. - 1905022
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 10.09.2019.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að efla sveitarfélögin sem stjórnsýslustig. Mikilvægur þáttur í því er að sveitarfélög verði fjölmennari, m.a. með sameiningu þeirra.
Samþykkt samhljóða.

 

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón, Sigríður, Eyjólfur.

 

Tillaga að byggðarráð geri umsögn um málið í Samráðsgátt.

Samþykkt samhljóða

 

4. Bólusetningar skilyrði fyrir innritun í leikskóla - 1903020

Úr fundargerð 174 fundar sveitarstjórnar 10.04.2019, dagskrárliður 4:
1903020 - Bólusetningar skilyrði fyrir innritun í leikskóla
Tillaga lögð fram.
Þuríður Jóney Sigurðardóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bólusetningum barna er ætluð til að verja þau gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum sem eiga lögheimili á Íslandi stendur til boða gjaldfrjáls bólusetning. Því legg ég til að frá og með haustinu 2019 verði það skilyrði fyrir dagvistun í leikskóladeild Auðarskóla að foreldrar eða forráðamenn framvísi staðfestingu á að barn hafi verið bólusett samkvæmt skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram. Ég legg til að tillögunni verði vísað til frekari umræðu í félagsmálanefnd og fræðslunefnd og einnig til umsagnar persónuverndarfulltrúa Dalabyggðar.
Tók til máls: Einar Jón.
Tillaga Þuríðar samþykkt samhljóða.

Niðurstaða 92. fundar fræðslunefndar 29.04.2019 (dagskrárliður 4): "Fræðslunefnd er sammála um mikilvægi bólusetninga. Leggja þarf áherslu á fræðslu um mikilvægi þess að öll börn séu bólusett. Foreldrar verði hvattir til að bólusetja börn sín þegar þeir sækja um leikskólavist."


Niðurstaða 52. fundar félagsmálanefndar 12.06.2019 (dagskrárliður 4): "Bólusetning barna er ekki bundin í lög og því ekki heimild fyrir því að óska eftir upplýsingum varðandi þær við innritun í leikskóla.

 
Félagsmálanefnd hvetur til að fræðsla til foreldra og leikskólabarna um mikilvægi bólusetninga sem og annarra heilsufarsvandamála sem upp koma gjarnan á leikskólum verði efld ef til vill með aðkomu skólahjúkrunarfræðings."

 

Umsögn persónuverndarfulltrúa lögð fram.

 

Til máls tók Þuríður.
Þuríður leggur fram eftirfarandi bókun:

 
Í tillögu minni lagði ég til að henni yrði vísað til umræðu í fræðslunefnd og félagsmálanefnd og til umsagnar persónuverndarfulltrúa. Nú hefur sú umræða farið fram og í ljósi niðurstaða nefndanna og umsagnar persónuverndarfulltrúar dreg ég tillöguna til baka. Ég legg hins vegar til að sveitarstjórn taki undir niðurstöður fræðslunefndar og félagsmálanefndar um mikilvægi bólusetninga og fræðslu um þær.

 

5. Áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum - 1806036

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.8.2019, dagskrárliður 8:
Áætlun um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum - 1806036
Áætlanir fyrir Búðardalshöfn og Skarðsstöð um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá skipum, lagðar fyrir byggðarráð sem hafnarstjórn.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti áætlanirnar.
Samþykkt samhljóða.

 

Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti tillögu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

 

6. Umsagnabeiðni um tækifærisleyfi vegna Sviðaveislu, hagyrðinga og dansleiks. - 1909007

Borist hefur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi og umsókn Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu um tækifærisleyfi vegna „Sviðaveislu, hagyrðinga og dansleiks“ sem halda á í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal 26. október 2019.

Tók til máls: Ragnheiður.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu tækifærisleyfis.

Samþykkt samhljóða.


Ragnheiður víkur af fundi undir dagskrárlið 6.

 

7. Umsókn um stofnun lóðar (Nýpur á Skarðsströnd) - 1909002

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður2:

 
Umsókn um stofnun lóðar - 1909002
Óskað er eftir leyfi til að skipta lóðinni Nýpur 1, um er að ræða lóð fyrir ferðaþjónustu, stofnaða lóðin verð tekin úr landbúnaðarnotkun og að lögbýlarétturinn muni áfram fylgja landnúmerinu 137829.

 
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt samhljóða.

 

8. Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal - 1909004

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 3:


Reglur um skreytingar og skilti í Búðardal - 1909004

 
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gera drög að reglum um uppsetningu skreytinga og auglýsingaskilta utan lóða í þéttbýlinu í Búðardal.

Tillaga umhverfis-og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

 

9. Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu - 1908001

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 5:
Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu - 1908001
Verklýsing fyrirhugaðs örútboðs vegna vinnu við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar lögð fram.

 
Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að láta fara fram örútboð vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

 

10. Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu. - 1908014

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.08.2019, dagskrárliður 12:
1908014 - Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu.
Erindi frá Svavari Garðarssyni þar sem lagt er til að Dalabyggð hætti að standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu.
Málinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 4:
Tillaga um að hætta áramótabrennu og flugeldasýningu. - 1908014

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.


Nefndin leggur hins vegar til að gerðar verði verklagsreglur varðandi eftirlit og frágang með brennu.

 

Tillaga um að sveitarstjórn samþykki niðurstöðu umhverfis-og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða

 

11. Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð - 1809040

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.08.2019, dagskrárliður 5:
1809040 - Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð
Umsókn um að halda lóðaumsókn áfram virkri.
Samþykkt samhljóða að visa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 6:
Ægisbraut 9 - Umsókn um byggingarlóð - 1809040
Dalabyggð hyggst stofna lóð sem sótt hefur verið um.

 
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið og að stofnun lóðarinnar fari í lögbundið grenndarkynningarferli.

Samþykkt samhljóða.

 

12. Umsókn um byggingarleyfi - breyting (Dalakot í Hörðudal) - 1909001

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 7:
Umsókn um byggingarleyfi - breyting - 1909001
Sótt er um breytingu á notkun núverandi sumarhúss í íbúðahús í Dalakot í Dalabyggð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

Tók til máls: Kristján, Sigríður.


Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna áður en tillagan kemur til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

 

13. Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús (Bergsstaðir í Haukadal) - 1909003

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 8:
Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús - 1909003
Umsókn um breytingu á notkun sumarhúss í íbúðahús
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna áður en tillagan kemur til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

 

14. Breyting á notkun sumarhúss (Hrafnagil í Haukadal) - 1909005

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 9:
Breyting á notkun sumarhúss - 1909005
Sótt um breytingu á notkun núverandi sumarhúss, auk viðbyggingar í íbúðahús
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna áður en tillagan kemur til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.


Sigríður vék af fundi undir dagskrárlið 14.

 

15. Deiliskipulag Hvammar - 1802018

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 10:
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

 

Deiliskipulagið hefur farið í gegnum lögbundið auglýsingaferli og grenndarkynningu.


Sveitarstjórn samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.

 

16. Deiliskipulag við Borgarbraut - 1802017

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 11:
Deiliskipulag við Borgarbraut - 1802017
Endurauglýsing deiliskipulags.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að endurauglýsa deiliskipulagstillögu Borgarbrautar í Búðardal samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli.

 

Skipulagstillaga vegna Borgarbrautar verði endurauglýst samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli.
Samþykkt samhljóða.

 

17. Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 12:
Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag - 1804023
Endurauglýsing deiliskipulags.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að endurauglýsa deiliskipulagstillögu Gildubrekkna samkvæmt lögbundnu auglýsingaferli þegar öll uppfærð skipulagsgögn hafa legið fyrir.

Gögn hafa ekki borist og því er málinu frestað.

Samþykkt samhljóða.

 

18. Fræðslu- og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar - 1909011

Erindi frá Breiðarfjarðarnefnd um tilnefningu tveggja fulltrúa á fræðslu- og umræðuþing 23. október í Tjarnarlundi.

Tók til máls: Eyjólfur.

 

Lagt til að tilnefningu fulltrúa verði frestað til næsta sveitarsjórnarfundar.

Samþykkt samhljóða.

 

19. Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð - 1902011

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.8.2019, dagskrárliður 4:
1902011 - Líkamsræktaraðstaða í Dalabyggð
Umræða um valkosti. Jón Egill Jónsson UMF Ólafs Pá mætir á fundinn.
Erindi mun koma frá UMF Ólafi Pá.
Jón Egill Jónsson formaður UMF Ólafs Pá sat fundinn undir dagskrárlið 4.

Erindi frá UMF Ólafi Pá lagt fram.

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón, Skúli.

 

Málinu vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

20. Stofnframlag (12%) frá Dalabyggð. - 1809019

Tillaga um breytt orðalag á afgreiðslu um stofnframlag sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 9. maí sl. Í stað þess að kr.2.949.014 verði greitt með eftirgjöf gjalda þá verður upphæðin kr. 2.838.014 og í stað þess að greiðsla Dalabyggðar til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar verði kr. 6.985.841 þá verður hún kr. kr. 7.087.841. Einnig bætist við orðalagið "með beinu fjárframlagi inn í síðari setninguna.

Tók til máls: Kristján.

 
Dalabyggð veitir 12% stofnframlag á vegum óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar. Kr. 2.838.014 verða greiddar með eftirgjöf gatnagerðargjalda og annarra gjalda vegna húsbygginga sem sveitarfélagið leggur á. Kr. 7.087.841 verða greiddar með beinu fjárframlagi til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar í samræmi við þau lög sem um það gilda.

Samþykkt samhljóða.

 

21. Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 1909012

Óskað er eftir að Dalabyggð taki þátt í kostnaði við tónlistarnám nema við Tónlistarskólann á Akranesi.

Samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms frá 2011 leggur ríkið fram fjármagn til tónlistarnáms á framhaldsstigi en kennsla á grunnstigi er á höndum sveitarfélaga. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er heimilt að veita sveitarfélögum framlög vegna nemenda sem þurfa af gildum ástæðum að sækja tónlistaskóla utan síns sveitarfélags enda liggi fyrir staðfesting á að námið verði metið til eininga í framhaldsskóla.

Vegna persónuverndar fara umræður um málið fram undir máli 1909009-Trúnaðarbók sveitarstjórnar.

Frestað til loka fundar.

 

Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina enda liggi fyrir staðfesting á að námið verði metið til eininga í framhaldsskóla.

 
Áætlaður kostnaður á árinu 2019 er kr. 219.415. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun eftir að afgreiðsla Jöfnunarsjóðs liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.

 

22. Fjallskil 2019 - 1908004

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

23. Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 53 - 1906007F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

24. Byggðarráð Dalabyggðar - 230 - 1908002F

Funargerðin samþykkt samhljóða.

 

25. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 96 - 1908001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

26. Dalagisting ehf - fundargerðir - 1807004

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

27. Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2019 - 1902027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

28. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025

Úr fundargerð 230. fundar byggðarráðs 29.8.2019, dagskrárliður 3:
Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025
Tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar lögð fram.

 
Tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 3.

 

Tímaáætlun lögð fram til kynningar.

 

29. Dagsetningar funda veturinn 2019-2020 - 1908005

Uppfært skjal lagt fram.

Tók til máls: Einar Jón.

 
Aukafundur verður í sveitarstjórn 31. október vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

 

30. Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima - 1902037

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 14.

Tóku til máls: Kristján, Einar Jón.
Lagt fram til kynningar.

 

31. Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða - 1811005

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 1:
Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða - 1811005


Magnús B. Jóhannesson og Sigurður Eyberg Jóhannesson frá Storm Orku komu og kynntu afstöðu sína til málsins í upphafi fundar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd vísar til bréfs sem lagt var fram á sveitarstjórnarfundi 15.08.2019 og leggur til að sveitarstjórn fundi með stjórnendum Storm Orku.

Lagt fram til kynningar.

 

32. Bréf vegna fjölgunar meindýra á svæðinu - 1908015

Úr fundargerð 96. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 6.9.2019, dagskrárliður 13.

 

Bréf frá landeigendum á Mýrum lagt fram til kynningar.

 

33. Haustþing SSV 25. september 2019 - 1909013

Dagskrá haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lögð fram.

Lagt fram til kynningar.

 

34. Boð á fjórða haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðarstofu - 1909015

Boð um að Dalabyggð sitji haustþing Fjórðungssambands Vestfjarða sem fer fram 25. og 26. október.

Lagt fram til kynningar.

 

35. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019 - 1909010

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2019 fer fram dagana 3. - 4. október 2019.

Lagt fram til kynningar.

 

36. Skýrsla frá sveitarstjóra. - 1901014

Lagt fram til kynningar.

 

37. Trúnaðarbók sveitarstjórnar - 1909009

Mál fært í trúnaðarbók vegna persónuverndar.

 

Þrjú mál voru rædd og bókuð í trúnaðarbók vegna persónuverndar og viðskiptahagsmuna.

 

 

Næsti fundur sveitarstjórnar verður 10. október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35


 Til baka