Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar


Leiðarljós: Ræktun

Einkunnarorð: Virðing – Traust - Gæði

 

Stefna Dalabyggðar í íþrótta- og tómstundastarfi  er

 

1. að faglega sé unnið að tómstundastarfi í sveitarfélaginu.

 

2. að gætt sé jafnræðis þannig að allir hafi tækifæri til að nýta sér þau íþrótta- og tómstundatilboð sem völ er á óháð búsetu, aldri, kyni, fötlun, fjárhag eða annarrar sérstöðu.

 

3. að efla íþrótta- og tómstundastarf, fjölga þátttakendum og efla samvistir fjölskyldna á sem fjölbreyttastan hátt.

 

4. að bjóða upp á góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og tómsundastarfs.

 

5. að leggja áherslu á forvarnir með öflugu tómstundastarfi og íþróttaiðkun.

 

1. Að faglega sé unnið að íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.

Með því að

·

það starfi tómstundafulltrúi í sveitarfélaginu.

·

 

það starfi fagráð sem vinni með tómstundafulltrúa, þar sem eiga sæti fulltrúi íþrótta-, tómstundafélaga, nemendafélags Auðarskóla og skólaráðs.

·

leitast við að ráða hæfa leiðbeinendur til starfa.

·

 

nýtt  sé sem best sú reynsla og skipulag sem til er hjá frjálsum félögum í sveitarfélaginu.

·

það starfi ungmennaráð í sveitarfélaginu.

·

 

það verði unnin  framkvæmdaáætlun í íþrótta- og tómstundamálum samhliða fjárhagsáætlun.

·

 

það fari fram öflug kynning á starfi  allra sem vinna að íþrótta- og tómstundamálum

·

 

styrkja einstaklinga til að sækja námskeið á sviði íþrótta- og tómstundaþjálfunar.

        

2. Að gætt sé jafnræðis þannig að allir hafi tækifæri til að nýta sér þau íþrótta- og tómstundatilboð sem völ er á óháð búsetu, aldri, kyni, fötlun, fjárhag eða annarrar sérstöðu.

Með því að

· 

 

stuðla að samfelldum vinnudegi grunnskólabarna og auðvelda þeim að stunda íþrótta- og tómstundastarf í beinu framhaldi af skóla.

· 

 

stuðla að því að kostnaður við íþrótta- og tómstundastarf hamli ekki þátttöku.

· 

 

bjóða upp á gæslu og athvarf fyrir börn sem bíða eftir tómstundastarfi að skóla loknum.

· 

 

bjóða þeim sem eru fatlaðir upp á liðveislu þannig að þeir geti nýtt sér íþrótta og tómstundatilboð í sveitarfélaginu.

· 

 

styðja við íþrótta- og tómstundaiðkun aldraðra, kynna þeim sérstakleg hvað í boði er og gæta þess að þeir einangrist ekki.

     

3. Að efla íþrótta- og tómstundastarf, fjölga þátttakendum og efla samvistir fjölskyldna á sem fjölbreyttastan hátt.

Með því að

·

 

stuðla að fjölbreyttu framboði  til íþrótta- og tómstundaiðkunar  fyrir íbúa sveitarfélagsins.

· 

nýta reynslu frjálsra félaga sem starfa í sveitarfélaginu.

· 

styrkja starfsemi félaga sem vinna að íþrótta- og tómstundamálum.

· 

efla samstarf félaga í sveitarfélaginu.

· 

styðja við nýja íþrótta- og tómstundastarfsemi.

· 

 

auka samvinnu við nágrannasveitarfélög og stuðla þannig að tengslum við stærri hópa.

· 

 

stuðla að samfellu í skóla-, íþrótta- og tómstunda starfi þannig að samverustundir fjölskyldna aukist.

 

4. Að bjóða upp á góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og tómstundastarfs.

Með því að

· 

 

hafa ávallt hæfa og helst velmenntaða  íþrótta- og tómstundaleiðbeinendur sem séu leiðtogar og fyrirmynd í hvívetna.

· 

styðja þá leiðbeinendur sem vilja auka við kunnáttu sína og hæfni.

· 

koma á fót viðunandi aðstöðu til kennslu íþrótta og sunds í Búðardal.

·

 

sinna vel viðhaldi íþróttamannvirkja sem fyrir eru í sveitarfélaginu og gæta þess að þau uppfylli kröfur um öryggi.

· 

bæta aðstöðu við íþróttavöll og útisvæði í Búðardal.

·

 

styðja frjáls félög á sviði íþrótta- og tómstundstarfs í  að viðhalda aðstöðu sinni.

· 

 

leggja fleiri göngu-, hjóla- og reiðstíga í sveitarfélaginu og bæta merkingu þeirra. 

 

5. Að leggja áherslu á forvarnir með öflugu tómstundastarfi og íþróttaiðkun.

Með því að

·

styrkja frumkvæði og sjálfstæði einstaklinga og efla sjálfsmynd þeirra.

·

byggja börn og unglinga þannig upp að þau geti sagt nei.

·

efla getu og kunnáttu barna og unglinga í að fara með peninga.

·

auka þekkingu foreldra á forvörnum.

·

leggja áherslu á gildi hreyfingar og holls mataræðis.

·

 

nýta þá aðila sem vinna að forvörnum, svo sem Lýðheilsustöð, lögreglu, ÍSÍ, UMFÍ.

·

 

bjóða upp á fræðslu í barnavernd og kynna tilkynningarskyldu barnaverndarlaga.

·

 

 

að forvarnir sé að finna í skólanámskrá Auðarskóla. Þar má meðal annars tengja unglinga við atvinnulíf og aðstoða þau með hjálp námsráðgjafa að finna sín áhuga svið, svo eitthvað sé nefnt.

·

sporna við einelti hvar og hvenær sem tilefni gefst.

·

skemmtanir í sveitarfélaginu samræmist stefnu þess í forvörnum.

 

Samþykkt á fundi fræðslunefndar 17.2.2011

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 15.3.2011

Endursk. útg. samþykkt á fundi fræðslunefndar 4.4.2013

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16.4.2013

 

Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar PDF