Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Endurvinnslustöð í Dalabyggð


 

Endurvinnslustöðin í Búðardal hefur verið starfrækt frá 23. september 2010.

 

Tilgangurinn með endurvinnslustöð er að auka möguleika á flokkun og endurvinnslu úrgangs og koma þar með til móts við auknar kröfur þar um.

 

Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka sem falla undir úrvinnslusjóð, auk hefðbundinnar flokkunar.

 

Auk þess er hægt að skila í flokkunarkrær allan sólarhringinn og alla daga vikunnar algengustu flokka sorps.

 

Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar

þriðjudagar 13 - 18
fimmtudagar 13 - 17
laugardagar 11 - 14

 

Starfsmenn sveitarfélagsins sjá um móttöku og skráningu. 

 

Flokkunarkrær

Auk þess geta íbúar komið með flokkað sorp á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) á öllum tímum sólarhrings og losað í svokallaða flokkunarkrá.

 

Í flokkunarkrá er hægt að láta frá sér eftirfarandi sorpflokka:

· Bylgjupappi og sléttur pappi.

· Plastfilma og pokar.    

· Fernur.  

· Dagblöð, tímarit og annar pappír.

· Málmar / niðursuðudósir.

· Rafhlöður.

· Plastbrúsar og aðrar plastumbúðir.

· Kertavax

 

Flokkunarkráin verður aðgengileg allan sólarhringinn, en annað endurvinnsluefni og úrgang s.s. stærri hluti, spilliefni, frauðplast, timbur, járn og gler þarf eftir sem áður að láta frá sér á opnunartíma flokkunarstöðvarinnar (gámavallar).

 

Endurvinnsla

Úrgangurinn er síðan fluttur til endurvinnslu eftir því sem kostur er, en að öðrum kost til viðurkenndrar förgunar.

 

Gjaldskrár