Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Jafnréttisáætlun Dalabyggðar 


 

Jafnréttismál í Dalabyggð falla undir félagsmálanefnd.

 

Í 12 . grein laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er fjallað um jafnréttisnefndir sveitarfélaga. Jafnréttisnefnd skal fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags og hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana.

 

Jafnréttisáætlun Dalabyggðar var samþykkt 20. apríl 2010 og samhliða því  framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar.

 

 

Jafnréttisstofa á Akureyri annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála.

Helstu verkefni stofunnar eru söfnun og miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum, auk þróunarstarfs, rannsókna og eftirlits með lögunum.